Teymi

Stjórnendur

Vigdís Gunnarsdóttir
vigdis[hjá]carbonpar.com
899 8525

Vigdís er lögfræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík með mikla starfsreynslu í bankageiranum, einkum á vettvangi tækjafjármögnunar. Menntun, þekking og reynsla Vigdísar hefur mikla þýðingu m.t.t. lögfræðilegra álitaefna um eignarrétt kolefniseininga, sönnunarfærslu á raunverulegum samdrætti í losun frá landi, eða bindingu, miðað við óbreytt ástand og sóknarfæra í fjármögnun grænna verkefna.

Edwin Roald
edwin[hjá]carbonpar.com
693 0075

Edwin stofnaði rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Carbon Par árið 2019, til að nýta þekkingu og reynslu sína af hönnun golfvalla, rannsóknum og stefnumótun á sviði sjálfbærni í golfhreyfingunni innanlands og utan, í þágu loftslagsmála. Verkefnið skilaði úttekt og greiningu á kolefnisforða allra íslenskra golfvalla. Vegna þess hve vel íslenskir golfvellir endurspegla landgerðir á Íslandi, þá varð verkefnið kveikjan að þeirri þjónustu sem Carbon Par veitir nú innanlands.